Velkomin        Ferill       Hafðu samband        English        Þýdd verk

 
 

Fæddur í Dublin 1960, Brian FitzGibbon er búsettur á Íslandi í dag þar sem hann starfar sjálfstætt við skrif og þýðingar.

 

Nýleg verkefni

Frá því að hann hætti störfum hjá Kaupþingi árið 2008, hefur Brian unnið að ýmsum verkefnum, þar á meðal þýðingum fyrir Kvika banka hf., Orkuveitu Reykjavíkur, Íslandsbanka, Fjármálaráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Forsætisráðuneytið (sjá þyðingu af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar). Önnur fyrirtæki sem hann hefur unnið fyrir eru m.a. alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen, Harpa tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík, Íslensku óperuna og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ), svo dæmi séu nefnd.

 

Áður en hann varð sjálfstætt starfandi að nýju árið 2008, vann Brian á Skrifstofu forstjóra í Kaupþingi sem þýðandi og textahöfundur í fullu starfi. Helstu verkefni þar voru þýðingar og yfirlestur á efni frá öllum deildum bankans, en þó sérstaklega í tengslum við innranet samstæðunnar, efni fyrir samskiptasvið og greiningardeild bankans.

 

 

Bókmenntaþýðingar

Bakgrunnur Brians er í kvikmyndum og leikhúsi en mikið af verkefnum hans hafa einmitt verið þýðingar á kvikmyndahandritum, leikritum og skáldsögum. Þýðing hans á skáldsögu “Rigning í nóvember” (“Butterflies in November”) eftir Auði Övu Ólafsdóttur er tilnefnd til hinna virtu bresku bókmenntaverðlauna Independent Foreign Fiction Prize 2014 og  þýðing hans á skáldsögu Hallgríms Helgasonar, “101 Reykjavík”, var gefin út af Faber & Faber forlaginu í Bretlandi og Scribner í Bandaríkjunum árið 2002. Í breska blaðinu Guardian var hún sögð “frábær” (lesa Guardian) og bandaríska stórblaðið New York Times talaði um “stórsnjalla þýðingu” (lesa NYT).


Nánari upplýsingar um bókmenntaþýðingar má finna á www.scripttranslator.com

 

Fæðingardagur: 17.03.60

Starf: Þýðandi / textahöfundur


Hef sérþekkingu á eftirfarandi sviðum:

Bankamál, fjármál, viðskipti, markaðsefni/greiningarefni, málefni ESB, menntunarmál, ferðamál og ferðalög, upplýsingatækni, fjarskiptamál, fjölmiðlar/margmiðlun, kvikmyndir, sjónvarpsefni, leikhús og bókmenntir.Ferill

Brian FitzGibbon – Þýðandi og textahöfundur – Reykjavík, Iceland – brian@islandia.is – Tel. (+354) 6991760